UM BETRI BOLTI.IS

Betri Bolti.is er rekið af Alexander Harrason og Eygló Guðmundsdóttir golf fíklum.

Hugmyndin um Betri Bolti.is vaknaði eftir erfiðan golfhring í miklu roki sumarið 2023 í meistaramótinu á Svarfhólsvelli, Selfossi. Þá fór ég (nördið Alexander) í æfingar og pælingar um hvernig ég gæti bætt leik minn í vindasömum aðstæðum, tækniæfingar til að lækka boltaflug, kylfuval og alls konar. Það leiddi mig að OnCore golfboltunum!

Ég hafði séð eitthvað um þá á netinu áður enda eiga mín áhugamál það til að færast ansi nálægt áráttu og skoða því mögulega óhóflegt magn af golftengdu efni á netinu.

Eftir að hafa sökkt mér dýpra í tæknina hjá OnCore og leist gríðarlega vel á vildi ég panta svona bolta en eins og gengur og gerist gerði sendingarkostnaður og innflutningsgjöld til Íslands það ofboðslega dýrt. Þar sem ég hef yfir 10 ára reynslu af innflutning og sölu á íþróttavörum fór ég á fullt í skipulagningu og viðræður við OnCore og eftir sýnishorn sem uppfylltu allar væntingar varð Betri Bolti.is að veruleika.

Við þökkum öllum innilega sem versla við litlu vefverslunina okkar og vonum að þú verðir jafn ánægð/ur og við með OnCore boltana. Við teljum þetta vera bestu boltana fyrir íslenskar aðstæður og leggjum mikið upp úr því að bjóða sanngjörn verð og þjónustu.