AFHVERJU ONCORE GOLFBOLTA?

Aðal ástæða þess að OnCore er að okkar mati betri bolti fyrir golf á Íslandi er hversu ótrúlega stöðugir þeir eru í vind þökk sé tækni möttulsins sem umlykur kjarna boltans. OnCore er með einkaleyfi á hönnuninni þar sem sérstakar tungsten málmagnir eru í efnablöndunni sem breytir þyngdarhlutföllum boltans til að vera nær yfirborði heldur en miðju. Það þýðir umtalsvert minni hliðarspuni eða hreinlega beinni högg, einnig hefur mót- og hliðarvindur áberandi minni áhrif á boltaflugið. Einstakir boltar sem gefa stóru merkjunum ekkert eftir!

Eða eins og OnCore segja sjálfir frá: “Using a proprietary formulation and manufacturing process, along with a high modulus, metal-infused mantle, we have created a ball with enhanced perimeter weighting, that results in the highest allowable velocity off the club face and distance that has to be seen to be believed. By incorporating a nano-engineered transition layer to manage the interface between the mantle and a thin cast urethane cover, the result is distance-enhancing low driver spin, wind-penetrating trajectory and pinpoint accuracy.”

Það er engu sparað í gæði skeljarinnar með svakalega mjúku ‘cast urethane’ efni sem eykur þægindi og mýkt bæði í fullum höggum og af pútternum. Margir misskilja spuna golfbolta og vilja mýkstu boltana til að fá spuna en raunin er að kjarni boltans þarf að vera harður til meðalharður en skelin sem kemur við höggflöt kylfunnar þarf að vera mjúk, þannig verður til alvöru spuni líkt og á VERO X2, VERO X1 og ELIXR boltunum.

Kjarni boltans ræður mest um hversu mjúkur eða harður boltinn er í heild sinni og er mælt í svokallaðri ‘compression’ tölu. Harðari boltar skila almennt meiri boltahraða en sömuleiðis er algengt að velja það eftir sveifluhraða, kylfingar með hægari sveifluhraða gætu þótt óþægilegt að slá hörðustu boltana ásamt því að þeir ná ekki að “virkja” kjarnann almennilega og en mýkstu boltarnir myndu nánast fletjast út á höggfletinum hjá mjög hröðum kylfing og þar með ekki skila reglulega sama hraða né boltaflugi. Auðvitað spilar efnablanda og framleiðsluaðferð líka stórt hlutverk í hversu vel kjarni boltans nær að skila boltahraðanum og er OnCore með þrjár mismunandi efnablöndur í boltunum sínum eftir gerðum.

Loks í VERO X2 og VERO X1 er að finna svokallað ‘Nano Transitional Layer’ sem hjálpar möttul og skel að virka betur saman til að auka spuna í stutta spilinu í kringum flatirnar þar sem boltahraði er ekki mikill.

Allir boltar OnCore eru að sjálfsögðu löglegir í keppni samkvæmt USGA og R&A.

OnCore leggur ekki mikla áherslu á að styrkja marga kylfinga á túrunum enda gríðarlegur kostnaður fólginn í því, það eru vissulega einhverjir á túrnum sem nota OnCore boltana en það er frekar vegna þess að þeir kjósa OnCore vegna boltans heldur fjárhagslega þáttsins. Í stað þess leggur OnCore meira í rannsóknir og þróanir ásamt að skila vöru til neytenda á sanngjörnu verði. Allir OnCore boltar eru hannaðir af OnCore og eru hönnuðir á borð við Mike Jordan og John Calabria sem hafa báðir verið lykilmenn í þróun og framleiðslu golfbolta hjá Titleist og Taylormade og eru skráðir fyrir yfir 50 einkaleyfi í tengslum við golfbolta. Báðir tveir voru mjög spenntir fyrir því verkefni sem OnCore er og það sést í þróun og gæðum boltana.

Charles Schwab er einn fjárfesta OnCore, ekki eingöngu fyrirtækið heldur aðal maðurinn sjálfur er golfari sjálfur og var svo hrifinn af því sem OnCore var að gera að hann vildi verða hluti af þessari vegferð sem OnCore er á. Charles Schwab er þekkt nafn í golfheiminum enda aðal styrktaraðili Colonial National Invitation mótsins á PGA túrnum.