HVAÐA BOLTA Á ÉG AÐ VELJA?
Það er að mörgu að huga þegar valið er besta boltann fyrir hvern kylfing. Við aðstoðum eftir bestu getu annars vegar með upplýsingunum hér á síðunni en einnig hvetjum við til að senda okkur línu og við aðstoðum þig persónulega að velja besta boltann fyrir þig.
Ef það á að auka einn eiginleika umtalsvert í hönnun golfbolta líður almennt annar eiginleiki fyrir það, þess vegna hannar OnCore ekki golfbolta sem á að vera með mesta eða lægsta spunann, hæsta eða lægsta flugið o.s.f. heldur er það gullni millivegurinn sem ræður ríkjum.
Til að byrja með best að skoða sveifluhraða og þéttleika kjarnans. Þumalputtareglan er sú að því harðari sem kjarni boltans er eða ‘compression’ á ensku því meiri boltahraða er hægt að framkalla. Hægt er að miða við eftirfarandi sveifluhraða með driver en einnig er hægt að miða við hvaða ‘Flex’ viðkomandi er með á driver.
Þægindi og tilfinning kylfingsins skiptir auðvitað sömuleiðis máli en sumum finnst þægilegra að spila með mýkri bolta eins og Elixr heldur en Vero X2 á meðan aðrir vilja einmitt finna þéttleikann í bolta eins og Vero X2.
Því meiri sem þéttleiki kjarnans er, því meiri spuna má búast við með járnum og mun því Vero X2 framkalla aðeins meiri spuna en Vero X1 og sömuleiðis Vero X1 aðeins meira en Elixr. Þannig ef þú vilt hámarka spuna í innáhöggum skaltu skoða Vero X2.
Avant 55 er með minnsta spunann en hann er með sterkri og endingargóðri ‘Surlyn’ skel en Vero X2, X1 og Elixr með ‘Urethane’ skel, margir misskilja hvernig spuni verður til og velja mýksta kjarnann en það er mjúk skel utan um harðari kjarna sem framkallar spunann. Hönnun mynstursins á skelinni og ‘Surlyn’ efnisins á Avant 55 gerir það að verkum að hann tekur strax hátt á loft og hentar því einstaklega vel fyrir hægari kylfinga sem ná ekki miklu flugi á boltann, sömuleiðis nær hægari kylfingur oft meiri vegalengd úr Avant 55 þar sem hann er með minni spuna en hinir boltanir.
Þegar við erum komin í kringum flatirnar í stutta spilinu færðu góðan spuna frá Elixr en aðeins meiri frá Vero X2 og Vero X1 þökk sé ‘Nano Transitional’ efnisins. Eins og við vorum að fara yfir með Avant 55 þá er hann með minnsta spunann en tekur hátt á loft.
Almennt er ráðlagt að huga mest að hvernig boltinn hagar sér í innáhöggum og í kringum flatirnar en þegar við komum að teighöggum má búast við fremur svipuðum spuna með Vero X2, X1 og Elixr en lægri í Avant 55. Allir OnCore boltarnir eru hannaðir til að fljúga eins beint og kostur er með ‘Perimeter Weighting’ tækninni í möttulnum en ef beinna flug er það allra mikilvægasta fyrir þig eru mýkri kjarnar almennt með beinna flug en harðari kjarni getur framkallað meiri boltahraða. Að mestu er best að fylgja ráðleggingunum í tengslum við sveifluhraða sem við nefndum fyrr í þessum texta.
Aðal einkenni OnCore boltanna er möttullinn sem umlykur kjarnann, einstök efnisblanda möttulsins inniheldur sérstakar tungsten málmagnir sem breyta þyngdarhlutföllum boltans til að vera þyngri nær yfirborði heldur en miðju. Þetta eykur stöðugleika boltaflugsins með minni hliðarspuna (munurinn getur verið allt að 60% miðað við sambærilega bolta) og hefur hliðar- og mótvindur minni áhrif á flugið. Þessa tækni er að finna í Vero X2, X1 og Elixr.
Ef það hafa vaknað einhverjar frekari spurningar munum við glöð svara þeim eftir bestu getu.
Ef það á að auka einn eiginleika umtalsvert í hönnun golfbolta líður almennt annar eiginleiki fyrir það, þess vegna hannar OnCore ekki golfbolta sem á að vera með mesta eða lægsta spunann, hæsta eða lægsta flugið o.s.f. heldur er það gullni millivegurinn sem ræður ríkjum.
Til að byrja með best að skoða sveifluhraða og þéttleika kjarnans. Þumalputtareglan er sú að því harðari sem kjarni boltans er eða ‘compression’ á ensku því meiri boltahraða er hægt að framkalla. Hægt er að miða við eftirfarandi sveifluhraða með driver en einnig er hægt að miða við hvaða ‘Flex’ viðkomandi er með á driver.
- Undir 75mph (Ladies/Senior/Soft flex) - Avant 55 (55 compression)
- 75-95mph (Regular flex) - Elixr (84 compression)
- 95-105mph (Stiff flex) - Vero X1 (85 compression)
- Yfir 105mph (X-Stiff flex) - Vero X2 (95 compression)
Þægindi og tilfinning kylfingsins skiptir auðvitað sömuleiðis máli en sumum finnst þægilegra að spila með mýkri bolta eins og Elixr heldur en Vero X2 á meðan aðrir vilja einmitt finna þéttleikann í bolta eins og Vero X2.
Því meiri sem þéttleiki kjarnans er, því meiri spuna má búast við með járnum og mun því Vero X2 framkalla aðeins meiri spuna en Vero X1 og sömuleiðis Vero X1 aðeins meira en Elixr. Þannig ef þú vilt hámarka spuna í innáhöggum skaltu skoða Vero X2.
Avant 55 er með minnsta spunann en hann er með sterkri og endingargóðri ‘Surlyn’ skel en Vero X2, X1 og Elixr með ‘Urethane’ skel, margir misskilja hvernig spuni verður til og velja mýksta kjarnann en það er mjúk skel utan um harðari kjarna sem framkallar spunann. Hönnun mynstursins á skelinni og ‘Surlyn’ efnisins á Avant 55 gerir það að verkum að hann tekur strax hátt á loft og hentar því einstaklega vel fyrir hægari kylfinga sem ná ekki miklu flugi á boltann, sömuleiðis nær hægari kylfingur oft meiri vegalengd úr Avant 55 þar sem hann er með minni spuna en hinir boltanir.
Þegar við erum komin í kringum flatirnar í stutta spilinu færðu góðan spuna frá Elixr en aðeins meiri frá Vero X2 og Vero X1 þökk sé ‘Nano Transitional’ efnisins. Eins og við vorum að fara yfir með Avant 55 þá er hann með minnsta spunann en tekur hátt á loft.
Almennt er ráðlagt að huga mest að hvernig boltinn hagar sér í innáhöggum og í kringum flatirnar en þegar við komum að teighöggum má búast við fremur svipuðum spuna með Vero X2, X1 og Elixr en lægri í Avant 55. Allir OnCore boltarnir eru hannaðir til að fljúga eins beint og kostur er með ‘Perimeter Weighting’ tækninni í möttulnum en ef beinna flug er það allra mikilvægasta fyrir þig eru mýkri kjarnar almennt með beinna flug en harðari kjarni getur framkallað meiri boltahraða. Að mestu er best að fylgja ráðleggingunum í tengslum við sveifluhraða sem við nefndum fyrr í þessum texta.
Aðal einkenni OnCore boltanna er möttullinn sem umlykur kjarnann, einstök efnisblanda möttulsins inniheldur sérstakar tungsten málmagnir sem breyta þyngdarhlutföllum boltans til að vera þyngri nær yfirborði heldur en miðju. Þetta eykur stöðugleika boltaflugsins með minni hliðarspuna (munurinn getur verið allt að 60% miðað við sambærilega bolta) og hefur hliðar- og mótvindur minni áhrif á flugið. Þessa tækni er að finna í Vero X2, X1 og Elixr.
Ef það hafa vaknað einhverjar frekari spurningar munum við glöð svara þeim eftir bestu getu.