HVERNIG VIRKAR SVONA GOLFBOLTA ÁSKRIFT?

 SMELLIÐ HÉR TIL AÐ VELJA BOLTA Í ÁSKRIFT

Það er gott ráð fyrir kylfinga að nota alltaf sömu tegund golfbolta. Þetta er eina tólið sem þú notar á hverri einustu holu og hverju einasta höggi. Þá viltu geta treyst á stöðugleika og áreiðanleika boltans. Það er nákvæmlega það sem OnCore snýst um!

Með áskrift af OnCore golfboltum hjá Betri Bolti.is getur þú verið viss um að eiga nóg af boltunum sem þú notar og á betra verði. Algjör snilld!

Þetta er ansi einfalt, ef þú velur áskrift af einum kassa færð þú 10% afslátt, 15% ef þú velur tvo kassa, 20% ef þú velur þrjá og loks 25% afslátt ef þú velur fjóra kassa eða fleiri. Það er fjári sniðugt þó við segjum sjálf frá.

Það má blanda tegundum og litum, viltu einn kassa af hvítum og einn af gulum? Ekkert mál. Eru fleiri í fjölskyldunni í golfi? Kannski vill mamma græna Avant 55, guttinn hvíta Elixr en pabbi vill gula Vero X2, það er heldur ekkert mál! Líka fyrir vinahópinn, fáið þann mest ábyrga (þessa/þennan sem sér um að bóka rástíma og skipuleggur golfferðina) til að sjá um áskriftina og vinirnir millifæra eða ‘aura’ á meistarann sem sér um allt.

Ef áskriftin þín nær samtals 15.000kr eða meira færðu líka fría sendingu með Dropp, litla snilldin! Þú mátt líka velja heimsendingu ef þú vilt vera extra flott/ur á því og borgar það bara samkvæmt gjaldskrá sendingaraðila.

Eingöngu er hægt að rukka mánaðarlega með kröfu í netbanka sem þú hefur svo 10 daga til að greiða(þú þarft ekki að borga seðilgjald, við tökum það á okkur), því er nauðsynlegt að fylla út kennitölu þegar gengið er frá fyrstu pöntun áskriftar. Þú getur greitt hvernig sem þú vilt fyrir fyrstu pöntun áskriftar en komandi mánuði kemur krafa í netbanka. Okkur langar að geta boðið upp á sjálfvirka áskrift með kreditkorti líka en það er ekki gerlegt eins og er vegna Shopify og færsluhirðingu.

Ef þú tekur þá frábæru ákvörðun að klára stofnpöntunina og skrá þig í áskrift þá afgreiðum við stofnpöntunina strax eins og með hefðbunda pöntun. Ef það eru 10 virkir dagar eða meira í næstu mánaðarmót þá sendum við þér aftur bolta um mánaðarmótin afþví þú vilt auðvitað fá nóg af boltum á geggjuðu verði. Hins vegar ef það eru minna en 10 virkir dagar í næstu mánaðarmót þá látum við bara stofnpöntunina duga enda ertu nýbúin/n að fá bolta og varla allir týndir!?

Auðvitað þýðir ekkert að vera með áskrift af golfboltum á Íslandi að vetri til þannig við höfum þetta virkt yfir golftímabilið frá og með apríl þegar allir eru á iði að komast í golf utandyra eftir langan og strangan vetur í inni í hermum og á æfingarsvæðum. Áskriftin er svo í gildi til og með september en ef þú vilt fá áskriftina þína afgreidda í október eða öðrum mánuði yfir vetrartímann þarf bara að senda okkur póst á betribolti@betribolti.is og við græjum það fyrir þig, upplagt ef á að fara í golfferð erlendis eða þú ert glerhörð/harður og spilar vetrargolf utandyra.

Afþví þú færð svona góðan díl með áskriftinni verður þú að skuldbinda þig til þriggja mánaða en það er nú bara sanngjarnt. Ef þú myndir síðan ákveða að segja upp áskriftinni, eins ólíklegt og það er.. þá sendir þú okkur bara póst á betribolti@betribolti.is, gefðu okkur samt að minnsta kosti fimm virka daga fyrir næstu afhendingu, við vinnum okkur í haginn með að pakka og skipuleggja allt fyrirfram svo við getum afhent allar áskriftir tímanlega.

Viltu breyta einhverju í áskriftinni, bæta við kassa? Skipta um týpu? Annan lit? Minnsta málið, póstur á betribolti@betribolti.is.

Hefðbundna skilmála má sjá HÉR

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ VELJA BOLTA Í ÁSKRIFT