Sýn OnCore á golf er að þessi íþrótt snýst ekki eingöngu um 'túrinn'. Golf er fyrir alla og þess vegna leggja þeir minni áherslu og fjármuni í að styrkja atvinnukylfinga og setja mig, þig, Josh Allen og fleiri "venjulega" kylfinga í fyrsta sætið.
Margir halda að OnCore sé að leggja pening í að styrkja Josh Allen en þvert á móti var hann hrifinn af stefnu fyrirtækisins, hvað þeir gerðu fyrir samfélagið í Buffalo, New York þaðan sem OnCore er og Josh Allen spilar einmitt fyrir Buffalo Bills, sömuleiðis fannst honum boltinn í hið minnsta jafn góður og hvaða bolti sem er á markaðnum og þar með fjárfesti Josh Allen í OnCore og tekur þátt í að gera golf algengilegra fyrir ungmenni og alla sem hafa áhuga.